Bruno blæs á sögur um óeiningu innan United: „Vinnum saman og töpum saman“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Manchester United v Southampton - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 12: Diogo Dalot, Bruno Fernandes and Harry Maguire of Manchester United after the Premier League match between Manchester United and Southampton at Old Trafford on February 12, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Visionhaus/Getty Images) Upp á síðkastið hafa margar sögur af óeiningu innan veggja búningsklefa Manchester United verið á kreiki. Leikmenn liðsins hafa þó stigið fram einn af öðrum og blásið á þær sögusagnir, en Bruno Fernandes gerði einmitt það í dag. Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira