Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:20 Mótmælt hefur verið við sendiráð Rússa víða um Evrópu í dag. Þessi mynd var hins vegar tekin á samstöðufundi á Maidan torgi í Kænugarði hinn 12. febrúar. Þar áttu sér stað blóðug átök þegar forseta landsins var steypt árið 2014 og leyniskyttur stjórnvalda skutu á óbreytta borgara, meðal annars úr gluggum hótelsins sem sést fyrir miðri mynd. Getty/Chris McGrath Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. Vladimir Putin forseti Rússlands greindi frá því í gærkvöldi að Rússar hefðu viðurkennt sjálfstæði alþýðulýðveldanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu og að rússneskar hersveitir yrðu sendar þangað til friðargæslu. Rússneska þingið Duman samþykkt síðan aðgerðir hans með öllum greiddum atkvæðum í dag og heimilaði honum að beita rússnesku hervaldi utan landamæranna. Putin segir Úkraínu ekki eiga sér neina sögulega réttlætingu enda hafi hún verið sköpuð af Lenín á sínum tíma. Rússum stafi ógn af Úkraínu sem byggi yfir rússneskri tækni til smíði kjarnorkuvopna. „Við getum ekki leitt þessa ógn hjá okkur. Sérstaklega í ljósi þess að vestrænir bandamenn gætu ýtt undir að slík vopn verði framleidd í Úkraínu til að skapa enn eina ógnina gegn landi okkar. Við sjáum hversu ákveðið her stjórnvalda í Kænugarði hefur verið fílefldur,“ sagði Putin m.a. í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Vladimir Putin forseti Rússlands skrifar undir viðurkenningu á sjálfstæði alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk eins og Rússar kalla austurhéruð Úkraínu, í gærkvöldi.Getty/Alexei Nikolsky Samkæmt ákvörðun rússneska þingsins í dag munu Rússar sjá um öll fjármál og bankaviðskipti Donetsk og Luhansk þar sem rússneska rúblan verður gjaldmiðill. Bandaríkjastjórn greinir frá refsiaðgerðum sínum nú í kvöld. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins munu beinast að rússneskum bönkum og aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum. Þá beinast þær gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi sem komu að ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Bretar loka á fimm banka og frysta eignir vina Putins Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá aðgerðum gegn fimm rússneskum bönkum og þremur milljarðamæringum sem tengjast Putin. Eignir þeirra verði frystar, þeim meinað að koma til Bretlands og Bretum bannað að eiga samskipti við þá. Boris Johnson fundaði nýlega með Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu og hefur nú kynnt fyrstu refsiaðgerðirnar gegn Rússum.Getty/Peter Nicholls „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þeim aðgerðum sem við erum reiðubúin að grípa til. Fleiri aðgerðir eru tilbúnar og verða kynntar samhliða aðgerðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins ef staðan stigmagnast enn frekar,“ sagði Johnson á breska þinginu í dag við góðar undirtektir þingheims. Þá hafa Þjóðverjar ákveðið að ekkert verði að opnun annarar gasleiðslu Rússa til Þýskalands. En Þjóðverjar og fleiri evrópuþjóðir flytja nú þegar inn mikið magn af jarðgasi frá Rússlandi. Sá innflutningur hefur reyndar verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem hafa lengi varað við því að Evrópumenn verði of háðir Rússum í orkumálum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti landa sína og aðraí dag til að sýna stilling. Hann sagði þær refsiaðgerðir sem kynntar hafa verið þó nauðsynlegar. Rússa hefðu nú lögleitt hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu sem staðið hafi yfir allt frá 2014 með því að senda hersveitir í nafni friðargæslu í austurhluta landsins. „Ríki sem hefur stutt stríð í átta ár getur ekki gætt friðar,“ segir Zelenskyy. Enginn sér fyrir endann á þeim hildarleik sem Rússar hafa hafið með innrás sinni í Úkraínu sem hæglega getur endað með blóðugri styrjöld. Íslensk stjórnvöld eins og stjórnvöld annarra vestrænna ríkja hafa mótmælt þessum aðgerðum og munu taka þátt í refsiaðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að enn verði hægt að leita friðsamlegra lausna í Úkraínu. Íslendingar muni fylgja evrópuríkjum í refsiaðgerðum þeirra gagnvart Rússlandi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna við sendiherra Íslands í Moskvu í dag. Hún segir Rússa brjóta alþjóðalög með því að fara yfir landamæri sjálfstæðs ríkis. Vonandi verði haldið áfram að leita friðsamlegra lausna. „Það er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll í Evrópu ef þarna fara að brjótast út átök. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara. Maður getur ímyndað sér að það muni hafa mikil áhrif á flótta fólks frá þessum svæðum. Þannig að þetta er auðvitað risamál fyrir okkur öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Átök í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands greindi frá því í gærkvöldi að Rússar hefðu viðurkennt sjálfstæði alþýðulýðveldanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu og að rússneskar hersveitir yrðu sendar þangað til friðargæslu. Rússneska þingið Duman samþykkt síðan aðgerðir hans með öllum greiddum atkvæðum í dag og heimilaði honum að beita rússnesku hervaldi utan landamæranna. Putin segir Úkraínu ekki eiga sér neina sögulega réttlætingu enda hafi hún verið sköpuð af Lenín á sínum tíma. Rússum stafi ógn af Úkraínu sem byggi yfir rússneskri tækni til smíði kjarnorkuvopna. „Við getum ekki leitt þessa ógn hjá okkur. Sérstaklega í ljósi þess að vestrænir bandamenn gætu ýtt undir að slík vopn verði framleidd í Úkraínu til að skapa enn eina ógnina gegn landi okkar. Við sjáum hversu ákveðið her stjórnvalda í Kænugarði hefur verið fílefldur,“ sagði Putin m.a. í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Vladimir Putin forseti Rússlands skrifar undir viðurkenningu á sjálfstæði alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk eins og Rússar kalla austurhéruð Úkraínu, í gærkvöldi.Getty/Alexei Nikolsky Samkæmt ákvörðun rússneska þingsins í dag munu Rússar sjá um öll fjármál og bankaviðskipti Donetsk og Luhansk þar sem rússneska rúblan verður gjaldmiðill. Bandaríkjastjórn greinir frá refsiaðgerðum sínum nú í kvöld. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins munu beinast að rússneskum bönkum og aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum. Þá beinast þær gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi sem komu að ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Bretar loka á fimm banka og frysta eignir vina Putins Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá aðgerðum gegn fimm rússneskum bönkum og þremur milljarðamæringum sem tengjast Putin. Eignir þeirra verði frystar, þeim meinað að koma til Bretlands og Bretum bannað að eiga samskipti við þá. Boris Johnson fundaði nýlega með Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu og hefur nú kynnt fyrstu refsiaðgerðirnar gegn Rússum.Getty/Peter Nicholls „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þeim aðgerðum sem við erum reiðubúin að grípa til. Fleiri aðgerðir eru tilbúnar og verða kynntar samhliða aðgerðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins ef staðan stigmagnast enn frekar,“ sagði Johnson á breska þinginu í dag við góðar undirtektir þingheims. Þá hafa Þjóðverjar ákveðið að ekkert verði að opnun annarar gasleiðslu Rússa til Þýskalands. En Þjóðverjar og fleiri evrópuþjóðir flytja nú þegar inn mikið magn af jarðgasi frá Rússlandi. Sá innflutningur hefur reyndar verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem hafa lengi varað við því að Evrópumenn verði of háðir Rússum í orkumálum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti landa sína og aðraí dag til að sýna stilling. Hann sagði þær refsiaðgerðir sem kynntar hafa verið þó nauðsynlegar. Rússa hefðu nú lögleitt hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu sem staðið hafi yfir allt frá 2014 með því að senda hersveitir í nafni friðargæslu í austurhluta landsins. „Ríki sem hefur stutt stríð í átta ár getur ekki gætt friðar,“ segir Zelenskyy. Enginn sér fyrir endann á þeim hildarleik sem Rússar hafa hafið með innrás sinni í Úkraínu sem hæglega getur endað með blóðugri styrjöld. Íslensk stjórnvöld eins og stjórnvöld annarra vestrænna ríkja hafa mótmælt þessum aðgerðum og munu taka þátt í refsiaðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að enn verði hægt að leita friðsamlegra lausna í Úkraínu. Íslendingar muni fylgja evrópuríkjum í refsiaðgerðum þeirra gagnvart Rússlandi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna við sendiherra Íslands í Moskvu í dag. Hún segir Rússa brjóta alþjóðalög með því að fara yfir landamæri sjálfstæðs ríkis. Vonandi verði haldið áfram að leita friðsamlegra lausna. „Það er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll í Evrópu ef þarna fara að brjótast út átök. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara. Maður getur ímyndað sér að það muni hafa mikil áhrif á flótta fólks frá þessum svæðum. Þannig að þetta er auðvitað risamál fyrir okkur öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Átök í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02