Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Mikill vatnselgur hefur fylgt óveðrinu. Vísir/Egill Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“ Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“
Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira