Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 10:03 Ólína lenti í leka vegna asahláku. Í ákvæði heimilistryggingar hennar er svokallað asahlákuákvæði en þó er tjón ekki bætt ef vatn kemur utanfrá. Ólína spyr hvaðan vatn eigi eiginlega að koma nema utanfrá ef asahláka og skýfall orsakar leka? vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. „Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum. Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
„Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira