Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 10:01 Thomas Tuchel faðmar hér Romelu Lukaku og ætlar að standa með sínum manni í gegnum erfiðan tíma. EPA-EFE/Neil Hall Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira