Einangrun verði ekki lengur skylda og smitrakningu hætt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:46 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlunina á blaðamannafundi í dag. AP/Tolga Akmen Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þinginu í dag að frá og með 1. apríl næstkomandi verði öllum takmörkunum vegna Covid aflétt í landinu. Stór skref verða sömuleiðis tekin til afléttingar síðar í vikunni. Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25