Einangrun verði ekki lengur skylda og smitrakningu hætt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:46 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlunina á blaðamannafundi í dag. AP/Tolga Akmen Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þinginu í dag að frá og með 1. apríl næstkomandi verði öllum takmörkunum vegna Covid aflétt í landinu. Stór skref verða sömuleiðis tekin til afléttingar síðar í vikunni. Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25