Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 21:24 Lilja rennur á ísilagðri götunni í Borgarbyggð. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. „Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir. Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
„Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir.
Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34