Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2022 22:20 Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði. Einar Árnason Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt heimsóttum við Mjóafjörð að vetri en til að komast þangað á þessum árstíma þarf að sigla frá Norðfirði. Landleiðin um 578 metra háa Mjóafjarðarheiði er ófær að vetrarlagi. Lok skólahalds mörkuðu ákveðin þáttaskil fyrir byggðina en Erna Ólöf Óladóttir kenndi síðasta grunnskólanemandanum, dóttur sinni. „Og var bara mjög erfitt að þurfa að kveðja skólann,“ segir Erna. Erna Ólöf Óladóttir kenndi dóttur sinni, síðasta grunnskólanemandanum í Mjóafirði.Einar Árnason Þegar engin börn eru í skóla, hver er þá framtíð byggðarinnar? „Það er nefnilega heila málið, sko. Hún er afar tæp,“ svarar Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ segir Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Sigfús segir að þeir fáu íbúar sem eftir eru í Mjóafirði séu sammála um þetta. Þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að fá fiskeldi í fjörðinn. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já ,já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ segir Sævar. Frá laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði árið 2005. Síldarvinnslan og Samherji voru meirihlutaeigendur Sæsilfurs.Úr einkasafni Á veturna er byggðin eins og afskekkt eyja. Íbúarnir vilja jarðgöng. Meðan Mjófjarðarheiði er ófær í 160 daga að jafnaði á ári eru Mjófirðingar ósáttir við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar séu í forgangi. „Menn komast ekkert, bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Og ég get þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús á Brekku. Mjófirðingar vilja sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð.Grafík/Ragnar Visage „Þetta sem var kallað Samgöng, sem sagt Norðfjörður-Mjóifjörður, Mjóifjörður-Seyðisfjörður og svo tenging í Hérað, hvernig sem hún er best,“ útskýrir Sævar. Þáttinn um Mjóafjörð má sjá á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt heimsóttum við Mjóafjörð að vetri en til að komast þangað á þessum árstíma þarf að sigla frá Norðfirði. Landleiðin um 578 metra háa Mjóafjarðarheiði er ófær að vetrarlagi. Lok skólahalds mörkuðu ákveðin þáttaskil fyrir byggðina en Erna Ólöf Óladóttir kenndi síðasta grunnskólanemandanum, dóttur sinni. „Og var bara mjög erfitt að þurfa að kveðja skólann,“ segir Erna. Erna Ólöf Óladóttir kenndi dóttur sinni, síðasta grunnskólanemandanum í Mjóafirði.Einar Árnason Þegar engin börn eru í skóla, hver er þá framtíð byggðarinnar? „Það er nefnilega heila málið, sko. Hún er afar tæp,“ svarar Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ segir Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Sigfús segir að þeir fáu íbúar sem eftir eru í Mjóafirði séu sammála um þetta. Þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að fá fiskeldi í fjörðinn. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já ,já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ segir Sævar. Frá laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði árið 2005. Síldarvinnslan og Samherji voru meirihlutaeigendur Sæsilfurs.Úr einkasafni Á veturna er byggðin eins og afskekkt eyja. Íbúarnir vilja jarðgöng. Meðan Mjófjarðarheiði er ófær í 160 daga að jafnaði á ári eru Mjófirðingar ósáttir við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar séu í forgangi. „Menn komast ekkert, bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Og ég get þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús á Brekku. Mjófirðingar vilja sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð.Grafík/Ragnar Visage „Þetta sem var kallað Samgöng, sem sagt Norðfjörður-Mjóifjörður, Mjóifjörður-Seyðisfjörður og svo tenging í Hérað, hvernig sem hún er best,“ útskýrir Sævar. Þáttinn um Mjóafjörð má sjá á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14