Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:23 Alma Björk Ástþórsdóttir. Vísir/Einar Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“ Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira