Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 11:55 Svona er viðvaranastaðan á landinu klukkan 21. í kvöld. Veðurstofan Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira