Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 11:55 Svona er viðvaranastaðan á landinu klukkan 21. í kvöld. Veðurstofan Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira