Sérfræðiráðgjöf og minni miðasala kostuðu KSÍ tugi milljóna Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Færri áhorfendur mættu á landsleiki Íslands en gert var ráð fyrir, bæði vegna samkomutakmarkana og einnig vegna minni áhuga á karlalandsliðinu en áður. vísir/Hulda Margrét Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári sem nemur 24,4 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna það tap upp að miklu leyti á þessu ári. Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira