Gömul NBA-stjarna sló til annars þjálfara í háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Juwan Howard er nú þjálfari Michigan Wolverines. Getty/Michael Hickey Mikil læti brutust út í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir leik í gær, leik sem vannst þó örugglega með fjórtán stiga mun. Ástæðan var að gömul stjarna úr NBA-boltanum var ekki par sáttur með leikhlé þjálfara hins liðsins undir blálok leiksins. Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira