Strákarnir frá Akron í stuði: Curry setti met og fékk fyrstur Kobe bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Stephen Curry með Kobe Bryant bikarinn sem hann fékk fyrir að vera mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA í ár. AP/Charles Krupa Strákarnir sem eru fæddir í Akron voru stærstu stjörnurnar í NBA-stjörnuleiknum í Cleveland í nótt. Stephen Curry setti nýtt met í þriggja stiga skotum og LeBron James tryggði liði LeBrons sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022 NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira