Þegar ég uppgötvaði hvað Efling raunverulega var Ágústa Ágústsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 15:30 Spillt fyrirtækjaumhverfi Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin. Fljótlega fer þó skítalyktin að gera vart við sig innan fyrirtækisins. Starfsmannamórallinn er á svo lágu plani að ég hef aldrei kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar. Mikið baktal og óánægja er og ákveðnir tryggir hundar sjá um að bera inn á skrifstofur yfirmanna það sem þefað er uppi. Enginn treystir neinum og samstaðan er því engin. Þegar ég hef störf er ég innt eftir því hvaða stéttarfélag ég vilji borga í og þar sem Efling er það stærsta á höfuðborgarsvæðinu vel ég það og tel mig ágætlega borgna. Mikið sem ég hef rangt fyrir mér þar. Mikil brot eiga sér stað gagnvart kjörum og starfsumhverfi starfsmanna. Hvíldartími starfsmanna er hunsaður og menn sendir án hvíldar í 10-12 daga hringferðir samhliða lokum annarra stórra ferða. Menn eru sendir með hópa af stað í ferðir án þess að hópbifreiðin sé í viðunandi ástandi og þrátt fyrir að bílstjóri sé búinn að láta vita um eitt og annað sem ekki er í lagi. Þá dregur til tíðinda veturinn 2001-2002 þegar eigendur fyrirtækisins ákveða að búa til bónuskerfi og útbúa samning sem starfsmenn eiga að skrifa undir. Í stað þess að kynna þessa nýjung fyrir starfsmönnum á sameiginlegum fundi, þá er hver og einn boðaður á sér “fund” með yfirmönnum þar sem starfsmanni er kynntur samningurinn og beðinn að skrifa undir. Þegar röðin kemur að mér, les ég yfir pappírinn og verð mjög svo undrandi yfir innihaldinu. “Bónusinn” er svokallaður mánaðarlegur mætingabónus og tjónabónus, en það skrýtna er að þeir eru ekki aðskildir frá hvorum öðrum. Þar sagði m.a.: 1. Ef bílstjóri lendir í tjóni og er í rétti, skerðist bónusinn um 50% (s.s. allur tjónabónusinn). 2. Ef bílstjóri lendir í tjóni og er í órétti, skerðist bónusinn um 100% (s.s. allur tjóna- og mætingabónus) 3. Þar stóð “Ekki skiptir máli hvað veldur tjóni, það er ávallt á ábyrgð bílstjóra að meta ástand bifreiðar og vegar”. 4. Ef starfsmaður er frá vinnu v. veikinda í meira en tvo daga skerðist bónusinn um 100% (s.s. allur tjóna- og mætingabónusinn). Þessu mótmælti ég harðlega á einkafundinum og neitaði að skrifa undir. Spillt stéttarfélagsumhverfi Ég hringi í Eflingu til að fá upplýsingar um rétt minn þar. Kemur þá í ljós að innan Eflingar finnist engin réttindi er snúa að atvinnubílstjórum og því ekkert hægt að gera. Atvinnubílstjórar eru s.s. búnir að borga stéttarfélagsgjöld til stéttarfélags í mörg ár jafnvel, þar sem enginn samningar eru til staðar. Stuttu síðar er ég boðuð á fund með formanninum Sigurði Bessasyni, lögfræðingum og fleirum þar sem farið er yfir málið. Það er deginum ljósara að bónusplaggið stenst enga skoðun. Framkoman og yfirborðið við fyrstu sýn er kurteist, faglegt og það lítur út fyrir að eitthvað eigi að gera í þessari stöðu. Haft er samband við vinnuveitanda minn og gefið út af Eflingu eftir það, að haldinn verði fundur í fyrirtækinu í maí byrjun með starfsmönnum þar sem m.a. verður kosinn trúnaðarmaður og farið yfir málin. Frábært. Nú er eitthvað að gerast. En því miður ekki á þann hátt sem ég held. Eigendur “gula” fyrirtækisins tala við forsvarsmenn Eflingar og tjá þeim að fundur í maí byrjun sé mjög óhagstæður fyrir þá og telja betra að halda hann í júní. Við þessu bregst stéttarfélagið mjög vel við og ákveður að fundur verði haldinn í júní enda einsýnt að flestir starfsmenn fyrirtækisins verði þá fjarverandi í ferðum úti á landi. Í maí er ég í hringferð um landið með ferðamenn er ég fæ símtal frá syni eigandans þar sem hann segir við þurfum að hittast næst er ég kem í bæinn því fara þurfi yfir mín mál hjá fyrirtækinu. Ég spyr hvort eigi að segja mér upp og svarið er “Ja það er ekki búið að ákveða neitt, við erum bara að skoða málin”. Stuttu síðar fæ ég skilaboð frá þáverandi sambýlismanni mínum að mín bíði ábyrgðarbréf á pósthúsinu frá “gula” fyrirtækinu. Það þarf engan stærðfræðing til að finna út hvað þetta er. Um leið hringi ég í þjónustufulltrúa Eflingar og skýri málið. Að auki er ég þarna komin tvo mánuði á leið með mitt fyrsta barn. Mér er ráðlagt að senda símskeyti hið snarasta til vinnuveitenda minna með tilkynningu um að ég sé með barni og komi þannig í veg fyrir að hægt sé að segja mér upp. Þetta geri ég strax. Þegar ég kem í bæinn er ég tekin tali inni á skrifstofu, af aðaleiganda fyrirtækisins, syni hans og verkstjóra þar sem mér er tilkynnt að símskeytið sem ég hafi sent sé ómarktækt þar sem mér hafi verið sagt upp í gegnum símann af syni hans, og verkstjórinn geti borið vitni um það. Þarna var verkstjórinn tilbúinn að bera ljúgvitni. Ég set mig í samband við Eflingu og fæ fund hið snarasta með Sigurði Bessasyni. Með á þann fund tek ég ábyrgðarbréfið sem beið mín á pósthúsinu. Sigurður tekur vel á móti mér, rífur í hönd mína og klappar mér á bakið um leið og hann vísar mér inn til eins af lögfræðingum félagsins. Um leið og ég sest í stólinn stillir Sigurður sér á bak við mig, setur hendur á axlir mínar og segir ákveðið við lögfræðinginn “Þú hugsar svo vel um hana Ágústu okkar hérna”. Hann hefur eflaust gert það á þann hátt sem hann “átti” að gera. Ég afhendi honum ábyrgðarbréfið, óopnað. Hann opnar og les þá stuttu skýru setningu “Þér er hér með sagt upp störfum”. Án nokkurrar umhugsunar segir lögfræðingurinn mér að erfitt sé að verjast þessu þar sem atvinnuveitandi minn sé með vitni að uppsögninni í gegnum símann og fordæmi fyrir slíku hafi einhverntíma skapast þegar hópuppsagnir urðu hjá flugfreyjum og hluta þeirra sagt upp í gegnum síma. Með þetta labba ég út ung og vitlaus, trúandi því að fyrst lögfræðingur eins stærsta stéttarfélags á landinu segi þetta, þá hljóti það að vera satt. Mikið hefði ég gefið fyrir að hafa vitað betur þá um þá hagsmunagæslu sem Efling stóð vörð um á kostnað launaþega. Enginn vill ráða ólétta konu þegar ég sæki um hér og þar eftir þetta, en þakklát er ég grindvíska verktakanum sem ræður mig í vinnu að lokum þar sem ég vinn sem skurðmokari og helluleggjari með meiru yfir sumarið. Um ári síðar gafst mér tækifæri til að nálgast Sigurð Bessason á 1. maí hátíðarhöldum á Kópaskeri þar sem hann hafði haldið þessa fínu ræðu fyrir verkalýðinn. Ég gekk til hans með sex mánaða gamla dóttur mína framan á mér og heilsaði. Hann þekkti mig ekki. Ég tók í höndina á honum, kynnti mig og spurði hvort þeir væru búnir að koma upp samningum gagnvart atvinnubílstjórum innan félagsins. Honum svelgdist hálf á kökubitanum þegar hann svaraði vandræðalega að nei, það væri ekki búið vegna bla bla bla bla bla einhvers. Örstuttu síðar hvarf hann út úr salnum og kláraði ekki einu sinni kökuna sína. Ætli honum hafi ekki fundist hún bragðgóð ? Innan stéttarfélagshreyfingarinnar og ASÍ hefur verið rótgróin spilling í áratugi og útilokunaraðferðum verið beitt gegn þeim fáu foringjum sem reynt hafa af rísa gegn henni. Það er von mín að þessir fáu aðilar sem reyndu ítrekað að vekja athygli á þessu, fái aukið vægi í þjóðfélaginu í dag til að gera róttækar breytingar innan hreyfingarinnar og að þeim sé trúað. Því það er staðreynd þegar valdabaráttur eru annars vegar, að sterkustu öflin eru að tjaldabaki en ekki í framlínunni. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir ferðaþjónustubóndi og verktaki við Öxarfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ágústa Ágústsdóttir Ólga innan Eflingar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Spillt fyrirtækjaumhverfi Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin. Fljótlega fer þó skítalyktin að gera vart við sig innan fyrirtækisins. Starfsmannamórallinn er á svo lágu plani að ég hef aldrei kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar. Mikið baktal og óánægja er og ákveðnir tryggir hundar sjá um að bera inn á skrifstofur yfirmanna það sem þefað er uppi. Enginn treystir neinum og samstaðan er því engin. Þegar ég hef störf er ég innt eftir því hvaða stéttarfélag ég vilji borga í og þar sem Efling er það stærsta á höfuðborgarsvæðinu vel ég það og tel mig ágætlega borgna. Mikið sem ég hef rangt fyrir mér þar. Mikil brot eiga sér stað gagnvart kjörum og starfsumhverfi starfsmanna. Hvíldartími starfsmanna er hunsaður og menn sendir án hvíldar í 10-12 daga hringferðir samhliða lokum annarra stórra ferða. Menn eru sendir með hópa af stað í ferðir án þess að hópbifreiðin sé í viðunandi ástandi og þrátt fyrir að bílstjóri sé búinn að láta vita um eitt og annað sem ekki er í lagi. Þá dregur til tíðinda veturinn 2001-2002 þegar eigendur fyrirtækisins ákveða að búa til bónuskerfi og útbúa samning sem starfsmenn eiga að skrifa undir. Í stað þess að kynna þessa nýjung fyrir starfsmönnum á sameiginlegum fundi, þá er hver og einn boðaður á sér “fund” með yfirmönnum þar sem starfsmanni er kynntur samningurinn og beðinn að skrifa undir. Þegar röðin kemur að mér, les ég yfir pappírinn og verð mjög svo undrandi yfir innihaldinu. “Bónusinn” er svokallaður mánaðarlegur mætingabónus og tjónabónus, en það skrýtna er að þeir eru ekki aðskildir frá hvorum öðrum. Þar sagði m.a.: 1. Ef bílstjóri lendir í tjóni og er í rétti, skerðist bónusinn um 50% (s.s. allur tjónabónusinn). 2. Ef bílstjóri lendir í tjóni og er í órétti, skerðist bónusinn um 100% (s.s. allur tjóna- og mætingabónus) 3. Þar stóð “Ekki skiptir máli hvað veldur tjóni, það er ávallt á ábyrgð bílstjóra að meta ástand bifreiðar og vegar”. 4. Ef starfsmaður er frá vinnu v. veikinda í meira en tvo daga skerðist bónusinn um 100% (s.s. allur tjóna- og mætingabónusinn). Þessu mótmælti ég harðlega á einkafundinum og neitaði að skrifa undir. Spillt stéttarfélagsumhverfi Ég hringi í Eflingu til að fá upplýsingar um rétt minn þar. Kemur þá í ljós að innan Eflingar finnist engin réttindi er snúa að atvinnubílstjórum og því ekkert hægt að gera. Atvinnubílstjórar eru s.s. búnir að borga stéttarfélagsgjöld til stéttarfélags í mörg ár jafnvel, þar sem enginn samningar eru til staðar. Stuttu síðar er ég boðuð á fund með formanninum Sigurði Bessasyni, lögfræðingum og fleirum þar sem farið er yfir málið. Það er deginum ljósara að bónusplaggið stenst enga skoðun. Framkoman og yfirborðið við fyrstu sýn er kurteist, faglegt og það lítur út fyrir að eitthvað eigi að gera í þessari stöðu. Haft er samband við vinnuveitanda minn og gefið út af Eflingu eftir það, að haldinn verði fundur í fyrirtækinu í maí byrjun með starfsmönnum þar sem m.a. verður kosinn trúnaðarmaður og farið yfir málin. Frábært. Nú er eitthvað að gerast. En því miður ekki á þann hátt sem ég held. Eigendur “gula” fyrirtækisins tala við forsvarsmenn Eflingar og tjá þeim að fundur í maí byrjun sé mjög óhagstæður fyrir þá og telja betra að halda hann í júní. Við þessu bregst stéttarfélagið mjög vel við og ákveður að fundur verði haldinn í júní enda einsýnt að flestir starfsmenn fyrirtækisins verði þá fjarverandi í ferðum úti á landi. Í maí er ég í hringferð um landið með ferðamenn er ég fæ símtal frá syni eigandans þar sem hann segir við þurfum að hittast næst er ég kem í bæinn því fara þurfi yfir mín mál hjá fyrirtækinu. Ég spyr hvort eigi að segja mér upp og svarið er “Ja það er ekki búið að ákveða neitt, við erum bara að skoða málin”. Stuttu síðar fæ ég skilaboð frá þáverandi sambýlismanni mínum að mín bíði ábyrgðarbréf á pósthúsinu frá “gula” fyrirtækinu. Það þarf engan stærðfræðing til að finna út hvað þetta er. Um leið hringi ég í þjónustufulltrúa Eflingar og skýri málið. Að auki er ég þarna komin tvo mánuði á leið með mitt fyrsta barn. Mér er ráðlagt að senda símskeyti hið snarasta til vinnuveitenda minna með tilkynningu um að ég sé með barni og komi þannig í veg fyrir að hægt sé að segja mér upp. Þetta geri ég strax. Þegar ég kem í bæinn er ég tekin tali inni á skrifstofu, af aðaleiganda fyrirtækisins, syni hans og verkstjóra þar sem mér er tilkynnt að símskeytið sem ég hafi sent sé ómarktækt þar sem mér hafi verið sagt upp í gegnum símann af syni hans, og verkstjórinn geti borið vitni um það. Þarna var verkstjórinn tilbúinn að bera ljúgvitni. Ég set mig í samband við Eflingu og fæ fund hið snarasta með Sigurði Bessasyni. Með á þann fund tek ég ábyrgðarbréfið sem beið mín á pósthúsinu. Sigurður tekur vel á móti mér, rífur í hönd mína og klappar mér á bakið um leið og hann vísar mér inn til eins af lögfræðingum félagsins. Um leið og ég sest í stólinn stillir Sigurður sér á bak við mig, setur hendur á axlir mínar og segir ákveðið við lögfræðinginn “Þú hugsar svo vel um hana Ágústu okkar hérna”. Hann hefur eflaust gert það á þann hátt sem hann “átti” að gera. Ég afhendi honum ábyrgðarbréfið, óopnað. Hann opnar og les þá stuttu skýru setningu “Þér er hér með sagt upp störfum”. Án nokkurrar umhugsunar segir lögfræðingurinn mér að erfitt sé að verjast þessu þar sem atvinnuveitandi minn sé með vitni að uppsögninni í gegnum símann og fordæmi fyrir slíku hafi einhverntíma skapast þegar hópuppsagnir urðu hjá flugfreyjum og hluta þeirra sagt upp í gegnum síma. Með þetta labba ég út ung og vitlaus, trúandi því að fyrst lögfræðingur eins stærsta stéttarfélags á landinu segi þetta, þá hljóti það að vera satt. Mikið hefði ég gefið fyrir að hafa vitað betur þá um þá hagsmunagæslu sem Efling stóð vörð um á kostnað launaþega. Enginn vill ráða ólétta konu þegar ég sæki um hér og þar eftir þetta, en þakklát er ég grindvíska verktakanum sem ræður mig í vinnu að lokum þar sem ég vinn sem skurðmokari og helluleggjari með meiru yfir sumarið. Um ári síðar gafst mér tækifæri til að nálgast Sigurð Bessason á 1. maí hátíðarhöldum á Kópaskeri þar sem hann hafði haldið þessa fínu ræðu fyrir verkalýðinn. Ég gekk til hans með sex mánaða gamla dóttur mína framan á mér og heilsaði. Hann þekkti mig ekki. Ég tók í höndina á honum, kynnti mig og spurði hvort þeir væru búnir að koma upp samningum gagnvart atvinnubílstjórum innan félagsins. Honum svelgdist hálf á kökubitanum þegar hann svaraði vandræðalega að nei, það væri ekki búið vegna bla bla bla bla bla einhvers. Örstuttu síðar hvarf hann út úr salnum og kláraði ekki einu sinni kökuna sína. Ætli honum hafi ekki fundist hún bragðgóð ? Innan stéttarfélagshreyfingarinnar og ASÍ hefur verið rótgróin spilling í áratugi og útilokunaraðferðum verið beitt gegn þeim fáu foringjum sem reynt hafa af rísa gegn henni. Það er von mín að þessir fáu aðilar sem reyndu ítrekað að vekja athygli á þessu, fái aukið vægi í þjóðfélaginu í dag til að gera róttækar breytingar innan hreyfingarinnar og að þeim sé trúað. Því það er staðreynd þegar valdabaráttur eru annars vegar, að sterkustu öflin eru að tjaldabaki en ekki í framlínunni. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir ferðaþjónustubóndi og verktaki við Öxarfjörð
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar