Man ekki eftir öðrum eins forföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 12:25 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira