Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:19 Patrekur Jóhannesson. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. „Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00