Þórir hóf leik sem einn af miðjumönnum Lecce en var skipt af velli á 78.mínútu.
Þá var staðan 1-0, heimamönnum í vil, en liðsfélögum Þóris tókst að nýta lokamínúturnar til að jafna metin með marki Massimo Coda á 83.mínútu.
Með sigri hefði Lecce komið sér á topp deildarinnar en jafntefli skilar Lecce í annað sætið, stigi á eftir toppliði Cremonese þegar fimmtán umferðum er ólokið.