Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með hlaðvarpið Ósýnilega fólkið. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra. „Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér. Fjölmiðlar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira