Eins og áður hefur verið greint frá vill Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra.
Yfir þúsund leikmenn af yfir 70 þjóðernum í sex heimsálfum tóku þátt í könnuninni. Niðurstöðurnar sýna að mest er andstaðan í Evrópu og Asíu, en hún er mun minni í Suður- og Norður-Ameríku og Afríku.
Alls voru um 77 prósent aðspurðra í Evrópu og Asíu mótfallnir hugmyndinni. Í Ameríku voru um 63 prósent aðspurðra mótfallnir hugmyndinni, en í Afríku setti tæplega helmingur sig upp á móti henni, eða um 49 prósent.
Restin af atkvæðunum skiptist á milli þess að mótið yrði haldið á tveggja ára fresti annars vegar, og á þriggja ára fresti hins vegar.
7️⃣5️⃣% of male players want the World Cup to be every four years. @SkyKaveh reveals the outcome of a survey conducted by FIFPRO World Players' Union with 1,000 players about FIFA's prospect for a World Cup every two years. pic.twitter.com/LXSaq4I3pP
— Football Daily (@footballdaily) February 15, 2022
Í könnuninni kom einnig fram að fjórum af hverjum fimm leikmönnum þykir deildarkeppnin sem þeir leika í eða Heimsmeistaramótið í núverandi mynd skemmtilegasta mótið.
Þá vekur einnig athygli að aðeins 21 prósent aðspurðra telja að hlustað sé á leikmenn og heilsa og velferð þeirra tekin inn í myndina þegar kemur að alþjóðlegri knattspyrnustjórn.