Öllum lögfræðingum Rauða krossins sagt upp störfum Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 18:41 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Baldur Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára. Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira