DeRozan skoraði 19 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta en Chicago var sex stigum undir áður en hann hófst, 89-83. Enginn hefur skorað fleiri stig í lokaleikhluta leikja í vetur en DeRozan sem gert hefur 431 slíkt.
DeRozan hefur nú skorað að minnsta kosti 30 stig í síðustu sjö leikjum í röð fyrir Chicago og er sá eini sem hefur náð því fyrir Chicago frá því tímabilið 1996-97 þegar Michael Jordan náði því.
40 POINTS for @DeMar_DeRozan.
— NBA (@NBA) February 15, 2022
4 straight wins for @chicagobulls. pic.twitter.com/zj9U5zwzYG
Chicago var án Zach LaVine vegna verkja í vinstra hné, sem hann fór í aðgerð á, og hann missir einnig af leiknum við Sacramento Kings á morgun.
Nikola Vucevic skoraði hins vegar 25 stig fyrir Chicago og tók 16 fráköst, og Coby White hitti úr fimm þriggja stiga skotum og endaði með 24 stig. Lonnie Walker IV skoraði 21 stig fyrir Spurs.
Chicago er með jafnmarga sigra og Miami Heat, eða 37, á toppi austurdeildarinnar en hefur tapað 21 leik, einum leik meira en Miami. San Antonio er í 12. sæti vesturdeildarinnar en ekki langt frá umspilssæti fyrir úrslitakeppnina.
Úrslitin í nótt:
- Washington 103-94 Detroit
- Brooklyn 109-85 Sacramento
- New York 123-127 (e. framl.) Oklahoma
- Chicago 120-109 San Antonio
- Milwaukee 107-122 Portland
- New Orleans 120-90 Toronto
- Denver 121-111 Orlando
- Utah 135-101 Houston
- LA Clippers 119-104 Golden State
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.