Daníel tilkynnti starfsmönnum Landsbankans um starfslok sín fyrr í dag en hann mun vera bankanum innan handar út næsta mánuð.
Áður en Daníel, sem er doktor í hagfræði við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð, var ráðinn til að stýra hagfræðideild Landsbankans hafði hann um nokkurra ára skeið starfað hjá Seðlabanka Íslands.
Í síðasta mánuði hætti Sveinn Þórarinsson, sem hafði verið helsti hlutabréfagreinandi Landsbankans á undanförnum árum, einnig störfum hjá bankanum og réð sig yfir til Arctica Finance á svið markaðsviðskipta.
Sveinn hafði verið hjá Landsbankanum í liðlega átta ár en hann var ráðinn á hagfræðideild í árslok 2013 til að byggja upp greiningu á hlutabréfum.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.