Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Jón Kaldal segir kröfurnar til laxeldisfyrirtækja á Íslandi allt of litlar. vísir/vilhelm Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði. Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði.
Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira