Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 09:01 Emil Pálsson á fyrstu æfingunni eftir hjartastoppið í byrjun nóvember. Hann æfði með Sarpsborg á Spáni í gær. sarpsborg08.no Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju. Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn