Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. febrúar 2022 21:23 Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Vísir/Egill Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg. Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg.
Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira