Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. febrúar 2022 21:23 Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Vísir/Egill Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg. Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg.
Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira