Jónatan Magnússon: Vonandi er þetta það sem koma skal Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:29 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „Þetta er sterkur sigur hjá okkur, mikilvægur og ég er því mjög ánægður,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-24 sigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag. „ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“ Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
„ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“
Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum