Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:00 Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.” Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.”
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira