Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 14:05 Fjöldi indverskra kvenna hefur mótmælt slæðubanninu. AP Photo/Rafiq Maqbool Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. „Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla. Indland Trúmál Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
„Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla.
Indland Trúmál Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira