Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 14:01 Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Hvolsvelli enda er sveitarfélagið að springa út með mikilli fjölgun íbúa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira
Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira