„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:31 Strákunum í Subway Körfuboltakvöldi þykir Ragnar Örn Bragason hafa bætt sig mikið sem varnarmaður á seinustu árum. Vísir/Bára Dröfn „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. „Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti