„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:31 Strákunum í Subway Körfuboltakvöldi þykir Ragnar Örn Bragason hafa bætt sig mikið sem varnarmaður á seinustu árum. Vísir/Bára Dröfn „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. „Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
„Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira