Dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að kærastinn myrti son hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 08:44 Rebecca Hogue var dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir morð af fyrstu gráðu. Skjáskot Bandarísk kona hefur verið dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki verndað son sinn, sem var myrtur af kærasta konunnar. Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira