Veður

Mikill kuldi á landinu öllu í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Miklu frosti er spáð á landinu öllu í dag.
Miklu frosti er spáð á landinu öllu í dag. Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en jafnvel hvassara í vindstrengjum með suðausturströnd landsins. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða verður bjart í dag en líkur eru á stöku éljum á norðausturlandi og á Vestfjörðum. Búast má við miklum kulda á landinu í dag en svo kólnar enn frekar í nótt. Frost er nú á bilinu tvær til tólf gráður, kaldast inn til landsins en um frostmark í Vestmannaeyjum. 

Á morgun verður víða hægur vindur og bjart en suðaustan 8-13 m/s og líkur á snjókomu á suðvesturhorni landsins. Áfram verður kalt á landinu. 

Á mánudag gengur í suðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu á sunnanverðu landinu en hægara veður og þurrt verður fyrir norðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×