Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 00:02 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira