Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Snorri Másson skrifar 11. febrúar 2022 20:27 Viðbragðsaðilar hafa verið með mikla viðveru við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, þar sem vélin fannst. Aðgerðum til að ná henni upp hefur verið frestað. Vísir/Vilhelm Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira