Aron Elís leikmaður ársins hjá OB: „Hafði aldrei spilað sem djúpur miðjumaður áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:01 Aron Elís Þrándarson hefur verið í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns hjá OB og staðið sig vel. Hér verst hann í leik gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2021 hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB. Hann segist mjög stoltur yfir valinu, sérstaklega í ljósi þess að hann spilar nú stöðu sem hann hafði aldrei gert áður en hann kom til Danmerkur. Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira