Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Aron Pálmarsson fagna sigri i riðlakeppni Evrópumótsins. Hann veiktist síðan af veirunni og spilaði aðeins í nokkrar mínútur í viðbót á mótinu. Getty/Kolektiff Images Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira