Veður

Léttir til eftir há­degi með vaxandi norðan­átt

Atli Ísleifsson skrifar
Hægt minnkandi norðaustanátt á morgun.
Hægt minnkandi norðaustanátt á morgun. Vísir/RAX

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði frost á bilinu eitt til átta stig.

„Hægt minnkandi norðaustanátt á morgun og bjart með köflum en skýjað og dálítil él fyrir austan og við norðurströndina. Frost verður um allt land.

Hæg breytileg átt á sunnudag og skýjað með köflum. Dálítil él austanlands og sums staðar snjókoma suðvestantil. Frost 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 14.Vísir/Vilhelm

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 með austurströndinni og á Vestfjörðum. Víða léttskýjað, en skýjað og lítilsháttar él austanlands og með norðurströndinni. Frost 3 til 12 stig.

Á sunnudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum á landinu og líkur á snjókomu á Suðurlandi. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag: Gengur í suðaustan og austan 13-20 á sunnanverðu landinu og snjókoma með köflum. Hægari vindur og þurrt norðantil. Hiti frá frostmarki við suðurströndina, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og stöku él en hvöss austanátt með snjókomu norðan- og austantil fram eftir hádegi. Hiti um og undir frostmarki.

Á miðvikudag: Norðaustanátt með dálitilli snjókomu víða, einkum sunnan- og austantil. Frost 0 til 10 stig.

Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt og sums staðar él eða snjókoma. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×