Mané og félagar fengu bæði milljónir og landareignir að gjöf frá forsetanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 13:30 Fyrirliðarnir Kalidou Koulibaly og Sadio Mané með Macky Sall forseta í Forsetahölllinni. Þeir færðu forsetanum verðlaunapening að gjöf. AP/Stefan Kleinowitz Sadio Mané og félagar í Afríkumeistaraliði Senegal fóru heldur betur ekki tómheimtir heim frá heimsókn sinni til forseta landsins. Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira