Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:17 Helsta áskorunin sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri er mannekla að mati forstjórans. Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins á Akureyri, segir að staðan með tilliti til sjúkdómsins sé ekki góð. „Fjöldi smita er náttúrulega gríðarlegur og ég held við eigum metið hér á þessu svæði sem auðvitað ekki eftirsóknarvert. Þetta hefur náttúrulega farið mjög vaxandi undanfarið á svæðinu en þó erum við ekki með vaxandi fjölda inniliggjandi. Eins og staðan er núna er einn inniliggjandi á sjúkrahúsinu [vegna COVID-19].“ Hildigunnur segir að stærsta áskorunin séu fjarvistir starfsfólks vegna sjúkdómsins. „Það er stóra vandamálið hjá okkur. Þetta hefur verið á bilinu 40-50 manns sem hafa verði úti á hverjum tíma, ýmist í einangrun eða sóttkví þannig að manneklan er náttúrulega okkar stærsta áskorun eins og hjá mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum og það er bara eitthvað sem við þurfum að taka stöðuna með á hverjum degi.“ Veit ekki hvaða þýðingu toppurinn hefur fyrir framhaldið Staðan á sjúkrahúsum úti á landi er hluti af hættumati sóttvarnalæknis. Hildigunnur varð spurð hvernig henni litist á blikuna. „Það er voðalega erfitt að segja til um það. Þetta er svo óljóst. Maður hefði haldið að með þessari gríðarlegu aukningu smita yrði meira um innlagnir en það kemur ekki í ljós fyrr en seinna þannig að við vitum ekki hvað þessi toppur þýðir. Þýðir hann að við munum fá fleiri innlagnir eða ekki? Þetta er stanslaus áskorun og við erum alltaf í viðbragðsstöðu.“ Stofnunin hefur aukið viðbragð sitt í ljósi fjölginar smita og opnað COVID-göngudeild til að sinna sjúklingum í gegnum hana til þess að auka líkurnar á að ekki verði þörf fyrir innlögn. „Það hafa verið fleiri komur en á undanförnum vikum og það má ábyggilega rekja til þennan aukna fjölda smita.“ Afléttingar handan við hornið Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um að á föstudaginn muni hann að öllum líkindum tilkynna um verulegar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Hvernig lýst þér á afléttingar? „Mér líst í sjálfu sér bæði vel og illa á þetta. Mér líst illa á þetta þegar ég horfi á þetta út frá því hvað við getum misst mikið af fólki. Sjúkrahúsin eru með strangari takmarkanir en samfélagið og við getum haldið því svolítið áfram til að koma í veg fyrir að smit berist inn á stofnunina en það er okkar helsta markmið. Hins vegar þá erum við með gríðarlega góðar sóttvarnir og það hefur sýnt sig í því að í gegnum tíðina höfum við ekki verið að fá smit með starfsfólki því við framfylgjum mjög góðum sóttvörnum og munum halda því áfram þrátt fyrir afléttingar. Við munum alltaf vera með einhverjar takmarkanir en á vissan hátt get ég tekið undir það að ég held að það sé kominn tími til að aflétta. Við verðum bara að vega það og meta hér inn á spítalanum hversu hratt við getum farið í afléttingar innan veggja spítalans.“ Nálgast hámarksafkastagetu greiningardeildar Hildigunnur segir að viðbragð starfsfólksins lýkist smurðri vél en engu að síður sé það orðið langþreytt á að vera í sífelldri viðbragðsstöðu. Gríðarlegt álag sé einnig á greiningardeildinni sem greindi í gær um fjórtán hundruð sýni sem nálgast hámarksafkastagetu. „Það hefur svo sannarlega sýnt sig í gegnum þetta hvað þetta skiptir miklu máli að við getum verið að greina þessi PCR sýni hér og getum tekið líka við yfirflæði frá nærsamfélaginu og jafnvel frá höfuðborgarsvæðinu ef því er að skipta. […] En eins og staðan er núna getum við í rauninni ekki tekið við meiru því í gær skilst mér að það hafi verið 14.00 sýni á svæðinu og hámarksgeta okkar er 1800 sýni og þá erum við að leggja allt undir og vinna hér langt fram á kvöld.“ Hildigunnur segist ekki geta neitt annað en að hrósa starfsfólkinu sem hefur staðið vaktina í gegnum mikla álagstíma. „Það hefur gengið ótrúlega vel við þessar erfiðu aðstæður en auðvitað er farið að sjá mikla þreytu í okkar mannskap eins og annars staðar og það er í sjálfu sér ekkert nýtt. En við verðum bara að vera meðvituð um það að þetta er mikið álag á heilbrigðisstarfsfólk að vera alltaf í viðbragðsstöðu.“ Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. 9. febrúar 2022 10:11 Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 9. febrúar 2022 10:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins á Akureyri, segir að staðan með tilliti til sjúkdómsins sé ekki góð. „Fjöldi smita er náttúrulega gríðarlegur og ég held við eigum metið hér á þessu svæði sem auðvitað ekki eftirsóknarvert. Þetta hefur náttúrulega farið mjög vaxandi undanfarið á svæðinu en þó erum við ekki með vaxandi fjölda inniliggjandi. Eins og staðan er núna er einn inniliggjandi á sjúkrahúsinu [vegna COVID-19].“ Hildigunnur segir að stærsta áskorunin séu fjarvistir starfsfólks vegna sjúkdómsins. „Það er stóra vandamálið hjá okkur. Þetta hefur verið á bilinu 40-50 manns sem hafa verði úti á hverjum tíma, ýmist í einangrun eða sóttkví þannig að manneklan er náttúrulega okkar stærsta áskorun eins og hjá mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum og það er bara eitthvað sem við þurfum að taka stöðuna með á hverjum degi.“ Veit ekki hvaða þýðingu toppurinn hefur fyrir framhaldið Staðan á sjúkrahúsum úti á landi er hluti af hættumati sóttvarnalæknis. Hildigunnur varð spurð hvernig henni litist á blikuna. „Það er voðalega erfitt að segja til um það. Þetta er svo óljóst. Maður hefði haldið að með þessari gríðarlegu aukningu smita yrði meira um innlagnir en það kemur ekki í ljós fyrr en seinna þannig að við vitum ekki hvað þessi toppur þýðir. Þýðir hann að við munum fá fleiri innlagnir eða ekki? Þetta er stanslaus áskorun og við erum alltaf í viðbragðsstöðu.“ Stofnunin hefur aukið viðbragð sitt í ljósi fjölginar smita og opnað COVID-göngudeild til að sinna sjúklingum í gegnum hana til þess að auka líkurnar á að ekki verði þörf fyrir innlögn. „Það hafa verið fleiri komur en á undanförnum vikum og það má ábyggilega rekja til þennan aukna fjölda smita.“ Afléttingar handan við hornið Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um að á föstudaginn muni hann að öllum líkindum tilkynna um verulegar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Hvernig lýst þér á afléttingar? „Mér líst í sjálfu sér bæði vel og illa á þetta. Mér líst illa á þetta þegar ég horfi á þetta út frá því hvað við getum misst mikið af fólki. Sjúkrahúsin eru með strangari takmarkanir en samfélagið og við getum haldið því svolítið áfram til að koma í veg fyrir að smit berist inn á stofnunina en það er okkar helsta markmið. Hins vegar þá erum við með gríðarlega góðar sóttvarnir og það hefur sýnt sig í því að í gegnum tíðina höfum við ekki verið að fá smit með starfsfólki því við framfylgjum mjög góðum sóttvörnum og munum halda því áfram þrátt fyrir afléttingar. Við munum alltaf vera með einhverjar takmarkanir en á vissan hátt get ég tekið undir það að ég held að það sé kominn tími til að aflétta. Við verðum bara að vega það og meta hér inn á spítalanum hversu hratt við getum farið í afléttingar innan veggja spítalans.“ Nálgast hámarksafkastagetu greiningardeildar Hildigunnur segir að viðbragð starfsfólksins lýkist smurðri vél en engu að síður sé það orðið langþreytt á að vera í sífelldri viðbragðsstöðu. Gríðarlegt álag sé einnig á greiningardeildinni sem greindi í gær um fjórtán hundruð sýni sem nálgast hámarksafkastagetu. „Það hefur svo sannarlega sýnt sig í gegnum þetta hvað þetta skiptir miklu máli að við getum verið að greina þessi PCR sýni hér og getum tekið líka við yfirflæði frá nærsamfélaginu og jafnvel frá höfuðborgarsvæðinu ef því er að skipta. […] En eins og staðan er núna getum við í rauninni ekki tekið við meiru því í gær skilst mér að það hafi verið 14.00 sýni á svæðinu og hámarksgeta okkar er 1800 sýni og þá erum við að leggja allt undir og vinna hér langt fram á kvöld.“ Hildigunnur segist ekki geta neitt annað en að hrósa starfsfólkinu sem hefur staðið vaktina í gegnum mikla álagstíma. „Það hefur gengið ótrúlega vel við þessar erfiðu aðstæður en auðvitað er farið að sjá mikla þreytu í okkar mannskap eins og annars staðar og það er í sjálfu sér ekkert nýtt. En við verðum bara að vera meðvituð um það að þetta er mikið álag á heilbrigðisstarfsfólk að vera alltaf í viðbragðsstöðu.“
Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. 9. febrúar 2022 10:11 Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 9. febrúar 2022 10:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. 9. febrúar 2022 10:11
Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 9. febrúar 2022 10:06