Erlent

Sam­fé­lagið opnar á ný í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar opnaði klukkan 0:01 í nótt.
Skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar opnaði klukkan 0:01 í nótt. EPA

Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi.

Allar regur um fjöldatakmörk hafa sömuleiðis verið felldar úr gildi, en forsætisráðherrann Magdalena Andersson tilkynnti um afléttingarnar síðastliðinn fimmtudag.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að þrátt fyrir að reglubreytingarnar hafi tekið gildi nú á miðnætti muni skemmtistaðir langflestir ekki hafa opið fram á kvöld fyrr en síðar í vikunni. Þó opnaði skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö eina mínútu eftir miðnætti í nótt þar sem mikill fjöldi ungmenna kom saman.

Þrátt fyrir afléttingarnar eru þeir sem eru með einkenni Covid-19 hvattir til að halda kyrru fyrir heima og forðast samneyti við aðra til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Ráðleggingar um fimm daga einangrun, og þar af tvo einkennalausa daga, á nú einungis við starfsfólk innan heilbrigðisgeirans. 

Áfram er hvatt til bólusetningar fyrir alla þá sem eldri eru en tólf ára. Til óbólusettra er því beint að þeir forðist mannmarga staði, þar sem óbólusettir í áhættuhópi og eldri einstaklingar eigi í meiri hættu að verða alvarlega veikir vegna kórónuveirusmits.

Danir afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins um mánaðamótin og þá munu Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi, en stórum hluta þeirra hefur nú þegar verið aflétt.


Tengdar fréttir

Svíar aflétta öllum takmörkunum

Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Svíar aflétta öllum takmörkunum

Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×