Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 23:46 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, leið hræðilega eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51