Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:30 Hjónin Nína Dögg og Gísli Örn hafa slegið í gegn í þáttunum Verbúðinni sem sýndir eru á RÚV. Bylgjan Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. „Það kom sem sagt hugmynd frá Skarpa og Pálma þegar þeir voru að vinna fyrir Stöð 2, hvort við í Vesturport gætum gert svona Himmelblå seríu sem var norsk sería sem var sýnd á RÚV. Svona drama um líf fólks í þorpi. Við héldum það nú og eitt leiddi að öðru og við hóuðum í gott teymi af fólki og byrjuðum að fabúlera hvað við ætluðum að skrifa um. Á endanum var þetta niðurstaðan og við áttuðum okkur á því að við vissum voðalega lítið um kvótakerfið og fiskinn okkar.“ segir Nína Dögg. Klippa: Gísli og Nína segja frá Verbúðinni Reyndist áskorun að finna bíla Þættirnir hafa fengið vægast sagt góð viðbrögð og ljóst að áhorfendum finnst gaman að sjá aftur til fortíðar, en þættirnir gerast á árunum 1983-1991. „Það er svo mikil heimildarvinna sem liggur að baki. Þetta er eins og að fara ofan í flotvörpu. Þetta er hafsjór af upplýsingum. Þetta er eins og dómínó, ef þú breytir einhverju í fyrsta þætti þá hefur það áhrif á alla þættina. Það var dálítið mikið um svoleiðis breytingar,“ segir Gísli Örn. Þar sem þættirnir eiga að gerast á níunda áratugnum, segja þau það hafa reynst snúið að redda leikmunum og þá helst bifreiðum. „Að finna einhvern fjörutíu ára gamlan bíl sem lítur ekki út fyrir að vera fjörutíu ára gamall og koma honum svo á Suðureyri í janúar og keyra hann um göturnar, með eiganda sem er rosalega stressaður því þetta er djásnið hans. Það er til svolítið af amerískum bílum, en við vildum ekki nota mikið af þeim. Því menn voru bara á Mözdu, Toyota, Lödu og Volvo. Þannig það er mikið vesen að ná þessu öllu.“ segir Gísli. Senurnar í Hull teknar upp í Liverpool Þættirnir voru að mestu leyti teknir upp á Suðureyri og í Bolungarvík. Ákveðnar senur í þáttunum eiga að gerast í hafnarborginni Hull í Englandi, en þær voru þó teknar upp í Liverpool. „Við ætluðum að taka í Hull en talandi um niðurnídda staði. Hull er eins og Hull var fyrir fjörutíu árum, en það er ekkert búið að gera,“ segir Gísli. Það var því brugðið á það ráð að taka upp í Liverpool, en íbúar þar voru ekki eins liðlegir og íbúarnir á Vestfjörðum. „Þegar maður ætlaði að reyna loka einhverri götu svona rétt á meðan það var verið að taka eitthvað upp, þá var til dæmis leigubílstjóri sem ætlaði að reyna keyra okkur niður og kom svo út úr bílnum og ætlaði að lemja okkur,“ segir Gísli og Nína bætir því við að: „Íslenskt crew lendir í alls konar aðstæðum og kringumstæðum, enda held ég að íslenskt crew sé eitt af því besta í heimi.“ Lokaþáttur Verbúðarinnar verður sýndur á sunnudaginn og bíða landsmenn spenntir. „Hún klárast þessi sería...“ segir Gulli Helga, umsjónarmaður í Bítinu. „Og svo kemur eitthvað,“ segir Gísli Örn þá en gefur lítið upp. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Gísla Örn og Nínu Dögg í heild sinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sjávarútvegur England Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31 Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03 Gísli Örn leikstýrir þriðju seríu hinna vinsælu Exit-þátta Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra þriðju þáttaröð af norsku þáttunum Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða. 22. janúar 2022 11:56 Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30 Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36 Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Það kom sem sagt hugmynd frá Skarpa og Pálma þegar þeir voru að vinna fyrir Stöð 2, hvort við í Vesturport gætum gert svona Himmelblå seríu sem var norsk sería sem var sýnd á RÚV. Svona drama um líf fólks í þorpi. Við héldum það nú og eitt leiddi að öðru og við hóuðum í gott teymi af fólki og byrjuðum að fabúlera hvað við ætluðum að skrifa um. Á endanum var þetta niðurstaðan og við áttuðum okkur á því að við vissum voðalega lítið um kvótakerfið og fiskinn okkar.“ segir Nína Dögg. Klippa: Gísli og Nína segja frá Verbúðinni Reyndist áskorun að finna bíla Þættirnir hafa fengið vægast sagt góð viðbrögð og ljóst að áhorfendum finnst gaman að sjá aftur til fortíðar, en þættirnir gerast á árunum 1983-1991. „Það er svo mikil heimildarvinna sem liggur að baki. Þetta er eins og að fara ofan í flotvörpu. Þetta er hafsjór af upplýsingum. Þetta er eins og dómínó, ef þú breytir einhverju í fyrsta þætti þá hefur það áhrif á alla þættina. Það var dálítið mikið um svoleiðis breytingar,“ segir Gísli Örn. Þar sem þættirnir eiga að gerast á níunda áratugnum, segja þau það hafa reynst snúið að redda leikmunum og þá helst bifreiðum. „Að finna einhvern fjörutíu ára gamlan bíl sem lítur ekki út fyrir að vera fjörutíu ára gamall og koma honum svo á Suðureyri í janúar og keyra hann um göturnar, með eiganda sem er rosalega stressaður því þetta er djásnið hans. Það er til svolítið af amerískum bílum, en við vildum ekki nota mikið af þeim. Því menn voru bara á Mözdu, Toyota, Lödu og Volvo. Þannig það er mikið vesen að ná þessu öllu.“ segir Gísli. Senurnar í Hull teknar upp í Liverpool Þættirnir voru að mestu leyti teknir upp á Suðureyri og í Bolungarvík. Ákveðnar senur í þáttunum eiga að gerast í hafnarborginni Hull í Englandi, en þær voru þó teknar upp í Liverpool. „Við ætluðum að taka í Hull en talandi um niðurnídda staði. Hull er eins og Hull var fyrir fjörutíu árum, en það er ekkert búið að gera,“ segir Gísli. Það var því brugðið á það ráð að taka upp í Liverpool, en íbúar þar voru ekki eins liðlegir og íbúarnir á Vestfjörðum. „Þegar maður ætlaði að reyna loka einhverri götu svona rétt á meðan það var verið að taka eitthvað upp, þá var til dæmis leigubílstjóri sem ætlaði að reyna keyra okkur niður og kom svo út úr bílnum og ætlaði að lemja okkur,“ segir Gísli og Nína bætir því við að: „Íslenskt crew lendir í alls konar aðstæðum og kringumstæðum, enda held ég að íslenskt crew sé eitt af því besta í heimi.“ Lokaþáttur Verbúðarinnar verður sýndur á sunnudaginn og bíða landsmenn spenntir. „Hún klárast þessi sería...“ segir Gulli Helga, umsjónarmaður í Bítinu. „Og svo kemur eitthvað,“ segir Gísli Örn þá en gefur lítið upp. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Gísla Örn og Nínu Dögg í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sjávarútvegur England Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31 Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03 Gísli Örn leikstýrir þriðju seríu hinna vinsælu Exit-þátta Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra þriðju þáttaröð af norsku þáttunum Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða. 22. janúar 2022 11:56 Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30 Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36 Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00
„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31
Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03
Gísli Örn leikstýrir þriðju seríu hinna vinsælu Exit-þátta Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra þriðju þáttaröð af norsku þáttunum Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða. 22. janúar 2022 11:56
Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30
Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“