„Þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Fresta þurfti tveimur leikjum hjá Fram vegna kórónuveirusmita en Framarar sneru aftur til keppni í gærkvöld, gegn Gróttu. vísir/hulda margrét Þó að keppni í Olís-deild karla í handbolta sé tiltölulega nýhafin aftur eftir EM þá hefur þegar þurft að fresta fjórum leikjum vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðanna. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu vöngum yfir reglum um frestanir vegna smita. Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni