Háskóli hluta Íslands Einar Freyr Elínarson skrifar 8. febrúar 2022 11:00 Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Byggðamál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun