Erlent

Réðust vopnaðir inn í skóla­stofu og stálu tölvum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla vinnur að rannsókn málsins.
Lögregla vinnur að rannsókn málsins. EPA-EFE/PER KARLSSON

Tveir grímuklæddir menn réðust vopnaðir hnífum inn í skólastofu í Svíþjóð fyrr í dag. Nemendur og starfsfólk sluppu ómeiddir.

Mennirnir ruddust inn í skólastofuna í miðri kennslustund og tóku tölvur nemenda. Kennurum tókst að elta mennina uppi og ræningjarnir neyddust til að skilja eitthvað af ránsfengnum eftir á vettvangi.

Vegfarandi slasaðist lítillega þegar hann hugðist stöðva ræningjana en engin meiðsl urðu á nemendum eða starfsfólki skólans.

Henrik Petterson skólastjóri skólans segir nemendur slegna: „Nemendur eru miður sín. Það eru allir í uppnámi. Svona lagað á ekki að gerast í skóla, þetta er alveg hræðilegt.“

Lögregla hefur litlar upplýsingar gefið um málið og enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjanna. Breska ríkisútvarpið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×