Er alveg sama um klæðaburð leikmanna svo lengi sem þeir leggi sig alla fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 19:01 Dele Alli, leikmaður Everton. Chris Brunskill/Getty Images Frank Lampard, nýráðinn þjálfari Everton, gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að Dele Alli, ein nýjasta viðbót Everton-liðsins, hafi verið eins og umrenningur til fara er hann var kynntur fyrir stuðningsfólki félagsins. Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira