Ég vil ávinna mér virðingu Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 07:30 Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun