Sakamaður óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. febrúar 2022 06:00 Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun